
Áramótauppgjör Hluthafaspjallsins og rýnt í kristalskúluna | Hluthafaspjallið | S02E41 | Þátturinn í heild sinni
30/12/2025 | 1h 14 mins.
Hluthafaspjall ritstjóranna fer að þessu sinni í áramótauppgjör um leið og reynt er í það hvað framundan er á nýju ári. Til okkar komu góðir gestir en Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar reið á vaðið og fór yfir helstu tölur ársins í Kauphöllinni og hvaða væntingar fjárfestar geta haft um skráningar á næsta ári. Gunnar Baldvinsson, forstjóri Almenna lífeyrissjóðsins, fór yfir stöðu lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði en umfang þeirra er mikið og ræddi Gunnar meðal annars hvernig standa ætti að fjárfestingu þeirra innanlands og erlendis.Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, fór yfir viðhorf meðal stjórnenda í viðskiptalífinu en kannanir sýna þverrandi bjartsýni. Um leið fór hún yfir hið pólitíska ástand og áhrif þess á viðskiptalífið. Að lokum komu þeir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital og Eggert Aðalsteinsson, greinandi hjá Kviku banka, og rýndu í kristalskúluna! Hvers sé að vænta á nýju ári og á hvaða félög og geira fjárfestar ættu að horfa. Semsagt: Stútfullur þáttur af áhugaverðri umræðu sem enginn fjárfestir getur látið framhjá sér fara. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Konu ársins drullusama hvað öðrum finnst | Harmageddon | S03E66
30/12/2025 | 5 mins.
Árið 2025 var ár mikilla umbreytinga þar sem margt breyttist til batnaðar. Rétttrúnaðarplágan fékk á sig mikinn brotsjó og óvíst hvort hún nái aftur fyrri styrk. Það er sennilega jákvæðasta þróun ársins. Í áramótaþætti Harmageddon förum við yfir allt það markverðasta úr fréttum og umræðum ársins sem er að líða og tölum um fólkið sem stóð upp úr á árinu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Stjörnuspá fyrir 2026 | Fullorðins | S02E37 | Þátturinn í heild sinni
29/12/2025 | 55 mins.
Alexandra Coman er meðlimur í yfir 23 stjörnuspekisamtökum um allan heim og vinsæl í þeim heimi. Hún er með rás á Youtube með yfir 150 milljón áhorf og er talin meðal bestu stjörnuspekinga Rúmeníu. Hún kom í þáttinn til að gefa okkur smá spá fyrir hvert og eitt stjörnumerki fyrir komandi ár, 2026.4:27 Hrúturinn6:34 Nautið9:15 Tvíburinn12:11 Krabbinn16:35 Ljónið19:56 Meyjan22:30 Vogin25:11 Sporðdrekinn28:40 Bogmaðurinn34:10 Steingeitin37:05 Vatnsberinn40:18 Fiskurinn45:55 Ráð fyrir öll merki til að byrja áriðFáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Fullorðins | S02E12 | Íris Helga Jónatansdóttir | Þátturinn í heild sinni
28/12/2025 | 1h 5 mins.
Íris Helga Jónatansdóttir, sem sökuð hefur verið um að eltihrella minnst 9 manneskjur og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafnar öllum ásökunum og segir mennina sem hafi sakað sig um slíkt í raun vera hina brotlegu. Einn manninn segir hún hafa leitað á tólf ára dóttur sína og misnotað. Myndband sem sýni hana fyrir utan heima hjá honum þar sem hún lætur öllum illum látum og sparkar í bíl hans hafi í raun verið tekið upp þegar hún hafi farið þangað til að ræða við hann um það mál. Hún vill meina að þetta sé rótin að því að fjöldi fólks hafi tekið sig saman um að reyna ná henni niður og að hún sé þannig fórnarlamb svæsinnar rógsherferðar. Íris Helga tjáir sig um ásakanirnar og leggur öll spilin á borðið í mögnuðu viðtali.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Spjallið með Frosta Logasyni | S03E41 | Helgi Magnús Gunnarsson | Þátturinn í heild sinni
22/12/2025 | 1h 27 mins.
Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, er hér í ítarlegu viðtali um langan feril sinn innan ákæruvaldsins. Hann starfaði lengi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra þar sem hann tókst meðal annars við Baugsmálið umdeilda og síðar rak hann mörg af stærstu bankahrunsmálunum fyrir Hæstarétti. Hann ræðir umdeild ummæli, áminningar, starfslok og hvernig hann horfir á þróun Evrópu með tilliti til sívaxandi vandamála tengdum hröðum innflytjendastraumi.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/



Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir