Evrópa að fremja samfélagslegt sjálfsmorð | Spjallið með Frosta Logasyni | S04E07
30/1/2026 | 10 mins.
Sigmundur Davíð er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þessu viðtali fer hann ítarlega yfir stöðu stjórnmálanna nú þegar á brattann er að sækja í efnahagsmálum á Íslandi. Einnig er farið yfir stöðuna hjá Evrópusambandinu en Sigmundur líkir stjórn efnahagsmála þar við píramídasvindl sem ekki getur staðið undir sér til lengri tíma. Þá ræðir hann einnig um heilbrigða þjóðrækni, vestræna menningu, meginstraums fjölmiðla og falsfréttir.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Ein gegn kerfinu öllu | Spjallið með Frosta Logasyni | S04E06
29/1/2026 | 5 mins.
Margrét Friðriksdóttir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún sætir nú ákæru fyrir ærumeiðingar og aðdróttanir í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en réttarhöld í því máli hafa þótt óvenjuleg og vakið mikla athygli. Margrét lýsir því hvernig hún telur réttarvörslukerfið hafa verið misnotað gegn henni af embættismönnum sem hafa verið litaðir af þeirri mynd sem dregin hafi verið upp af Margréti í fjölmiðlum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Engar varanlegar undanþágur í ESB | Harmageddon | S04E04
28/1/2026 | 9 mins.
Umræðan um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins þurfa í raun bara að snúast um eina spurningu; Getur Ísland fengið einhverjar varanlegar undanþágur frá stofnsáttmálum ESB? Í þessum þætti ræðum við einnig um jafnréttið í Samfylkingunni og þá staðreynd að flokkurinn hafi gefið út þau skilaboð að hann treysti ekki reyndum konum til forystu líkt og Heiða Björg Hilmisdóttir hefur bent á nýverið. Þá skoðum við líka hvernig stjórnmálamönnum tekst að leysa ýmis vandamál sem ekki eru til staðar eins og til dæmis að gera afneitun helfarinnar að refsiverðu hegningarlagabroti.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Íslandsbanki og Bláa lónið í sóknarhug | Hluthafaspjallið | S03E03 | Þátturinn í heild sinni
26/1/2026 | 1h 36 mins.
Hluthafaspjallið kemur víða við núna. Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, fara yfir hvað er að gerast í viðskiptalífinu og íslensku kauphöllinni. Þar er verðbólgan og næsti vaxtadagur ofarlega í huga. Verða vextir lækkaðir eða ákveður peningastefnunefndin að halda þeim óbreyttum á meðan verðbólgan geisar. Stefnir íslenska hagkerfið í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúinn vandi. Á sama tíma er útflutningur landsins að dragast saman milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Í þáttinn koma góðir gestir, þeir Heiðar Guðjónsson fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka og Grímur Sæmundsen læknir, frumkvöðull og forstjóri Bláa lónsins. Það er því af nógu að taka í Hluthafaspjallinu að þessu sinni.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Var ýtt út af geðdeild árið 2009 | Fullorðins | S03E03
25/1/2026 | 5 mins.
Flosi Þorgeirsson Flosi Þorgeirsson er sagnfræðingur, gítarleikari, sjúkraliði og annar tveggja þáttastjórnenda hlaðvarpsins Draugar fortíðar. Hann hefur alltaf talað opinskátt um andleg veikindi sín og deilir með okkur, í þætti dagsins, sinni reynslu, föðurmissinum og því hvernig lífið hefur mótað hann. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.
Hægt er að kaupa áskrift á brotkast.is þar sem allt efnið er inni með aðeins einni áskrift.