
Hluthafaspjallið | S02E39 | Bíllinn er úlpa Íslendingsins
12/12/2025 | 1 mins.
Miklar umræður eru um svikin vegna Fjarðarheiðarganganna þar sem Fljótagöng til Siglufjarðar voru tekinn fram fyrir í röðinni. En ætti umræðan ekki að snúast frekar um samgöngur á suðvesturhorninu. Þar gerist ekki og endalaust talað um að Borgarlínan eigi að bjarga öllu þrátt fyrir að þar sé ekkert að gerast og enginn muni nota hana, að sögn Jóns G. sem vitnar í Ólaf Egilisson leikara sem hafði á orði í þætti Völu Matt að bíllinn væri úlpa Íslendingsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Harmageddon | S03E64 | Evrópa óþekkjanleg eftir 20 ár
10/12/2025 | 11 mins.
Þjóðaröryggisstefna bandarísku ríkisstjórnarinnar lýsir hlutlægum raunveruleika sem evrópskir stjórnmálamenn vilja ekki horfast í augu við. Af þeim sökum munu stjórnmál í Evrópu taka miklum breytingum á næstu misserum. Þá ræðum við líka vandræði forseta Alþingis sem stjórnarandstaðan vill gera sér meiri mat úr en efni standa til og skoðum hrun Flokks fólksins sem virðist vera óumflýjanlegt úr þessu. Allt þetta og miklu meira í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Spjallið með Frosta Logasyni | S03E44 | Maðurinn sem fjölmiðlar ræða aldrei við
09/12/2025 | 5 mins.
Eldur Smári Kristinsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Eldur hefur lengi þótt afar umdeildur maður í samfélaginu og fjölmiðlar hafa mikið sagt af honum fréttir í neikvæðu ljósi. Honum þykir því mjög undarlegt að aldrei hafi þessir sömu fjölmiðlar, hvort sem það eru RÚV, Sýn eða aðrir, leitað til hans eftir viðbrögðum við einu né neinu. Honum hefur aldrei verið boðið að tjá sig þrátt fyrir að ítrekað sé um hann fjallað. Í þessu viðtali ræðir hann nánar hvers vegna hann hefur barist fyrir því að börnum sé haldið utan þess sem hann kallar trans hugmyndafræði og hvað það er að hans mati sem þurfi að ræða betur í kringum þennan málaflokk.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Fullorðins | S02E35 | „Incel kóngurinn“
09/12/2025 | 5 mins.
Jón Þormar er þáttastjórnandi Norrænnar karlmennsku. Hann kemur frá Raufarhöfn en býr núna aðallega á Spáni með fjölskyldu sinni. Í þætti dagsins segir hann okkur frá lífi sínu hingað til, hvernig hefur verið að eignast barn með Downs heilkenni, vinnu sína með ungum mönnum og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Hluthafaspjallið | S02E38 | Fór ríkið á mis við 25 milljarða við söluna í Íslandsbanka?
05/12/2025 | 2 mins.
Fór ríkið á mis við 25 milljarða í Íslandsbanka? Gengi bréfa í Íslandsbanka er núna 30% hærra en þegar ríkið seldi hlut sinn í vor. Gengi bréfanna hefur rokið upp að undanförnu og er komið í 142 en ríkið seldi 45% hlut sinn í vor á genginu 107. Allt ætlaði vitlaust að verða þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra samþykkti sölu á hlut ríkisins í bankanum á genginu 118 fyrir rúmum tveimur árum - og töluðu andstæðingar hans um gjafagjörning í þeim efnum til fárra útvaldra. Hvað segja pólitískir andstæðingar hans núna þegar virði bankans er komið í 256 milljarða króna og 45% hlutur ríkisins í 115 milljarða. Núverandi ríkisstjórn fékk um 90 milljarða fyrir þennan hlut í vor - eða um 25 milljörðum minna en markaðsvirði hans er núna. Viðræður um sameiningu Íslandsbanka og Skagana standa nú yfir.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/



Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir