Hluthafaspjallið | S02E36 | Hörð lending framundan í hagkerfinu?
Þórður Pálsson, fjárfestingastjóri Sjóvár, fer yfir ástand og horfur í íslenska hagkerfinu í Hluthafaspjallinu með Sigurði Má Jónssyni í dag og telur vaxandi líkur á harðri lendingu í hagkerfinu. Það fari þó eftir því hvernig hlutirnir eru skilgreindir. Um leið er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun á vinnumarkaði og hvort að samningar verði raunsæir í ljósi stöðunnar. Þórður vann um árabil í Danmörku og þekkir danska vinnumarkaðinn vel og segir að Íslendingar ættu að horfa til Danmerkur þegar kemur að vinnumarkaðsmódelum. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
--------
7:58
--------
7:58
Harmageddon | S03E61 | Svipmyndir minna á skuggalega þróun í nágrannaríkjum
Það er eðlilegt að fólki sé brugðið við að sjá unga innflytjendur með vélbyssur í Reykjavík þegar fréttir af erlendum glæpagengjum á Norðurlöndunum hafa verið fyrirferðarmiklar að undanförnu. Þá er almenningur í aukna mæli farinn að átta sig á að veirufaraldurinn mikli hafi að miklu leyti verið byggður á blekkingum og áróðri en við skoðum nokkrar nýlegar afhjúpanir stórra fjölmiðla í Evrópu á þessum málum. Einnig ræðum við aðeins dýrahald í fjölbýlishúsum og tölum um einn besta trommara veraldar um þessar mundir.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
--------
4:19
--------
4:19
Fullorðins | S02E33 | Hefur fengið sendar óumbeðnar klámfengnar myndir
Ásgrímur Guðnason er grínisti, útvarpsmaður og pabbi sem kemur frá Vopnafirði. Í þætti dagsins fáum við að kynnast Ása betur en hann hefur orðið mjög vinsæll á samfélagsmiðlum á skömmum tíma.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
--------
4:14
--------
4:14
Spjallið með Frosta Logasyni | S03E42 | Hvers vegna þurrkuðust Píratar útaf þingi?
Björn Leví Gunnarsson, tölvunarfræðingur og fyrrverandi þingmaður Pírata, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir hér meðal annars um hvers vegna hann telur Pírata ekki hafa fengið stuðning kjósenda til að starfa á Alþingi Íslendinga í síðustu kosningum. Björn telur að mörg aðal mál pírata séu nú komin aftur í deigluna og nefnir þar til dæmis hamlandi lagasetningar í Evrópu sem snúa að stafrænni útgáfu. Einnig eru rædd málefni transfólks, loftslagsmál, þriðji orkupakkinn, bókun 35 og viðbrögð stjórnvalda við covid faraldrinum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
--------
4:01
--------
4:01
Blekaðir | S02E10 | Niklas
Niklas er Íslandsvinur frá Svíþjóð sem hefur gestaflúrað hér reglulega í um áratug. Hann starfar einnig sem ljósmyndari og hefur ferðast víða um heim í báðum hlutverkum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.
Hægt er að kaupa áskrift á brotkast.is þar sem allt efnið er inni með aðeins einni áskrift.